16.11.2008 | 23:04
Þrældómur
Í hinum forna heimi gerðist það gjarnan að menn seldu sjálfan sig og skyldulið gjarnan í þrældóm til að gera upp skuldir sem þeir réðu ekki við. Heilu þjóðirnar voru jafnvel meðhöndlaðar svona (gott ef e-r gerði ekki að því skóna að Ísrarelsmenn hafi lent í Egyptalandi á þessum forsendum, hvaða vit svo sem kanna að vera í því.) Og í barnaskap mínum hugsaði ég, þegar ég las þetta: "Furðulegt að réttur annarra til eigna hafi verið sterkari réttinum til lífs og frelsis. Eins gott að þessir tímar eru fyrir bí."
Já, einmitt!
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Athugasemdir
Velkominn aftur Svenni. Langt síðan þú hefur verið "hér" á blogginu. Hugmynd þín er óvtilaus. Verst hvað þeir myndu endast stutt í þrælabúrinu þessir alþingis-, bankastjórna- og ríkisstjórnarmenn.
Líklega gæfust upp á fyrsta degi, enda ekki unnið heiðvirt handtak í fleiri ár!
Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.