2.2.2009 | 01:09
Þú átt tvær kýr...
Ég sá í haust útlistun á hagfræðiútskýringum sem hefst á orðunum "þú átt tvær kýr." Þar fékk viðskiptamódel útrásarvíkinganna útskýringu sem var einhvern veginn á þessa leið:
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar til baka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar og viðskiptavild uppá aðrar þrjár. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá 11 kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
Þannig var gamla Ísland. Ef ætti að nota þessa kýrhagfræðiútskýringar á Nýja Ísland gæti það verið einhvern veginn á þessa leið:
Þú átt kálf. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sker hann á háls fyrir augunum á þér.
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Athugasemdir
Sæll klerkur minn!
Gott er að sjá að verið er að hugsa um landbúnaðinn í þetta skipti ... ef þú hefðir verið enn fyrir vestan ... þá væri þetta örugglega talað um í kvota en ekki búfénaði! En kannski það er bara nær því sem rétt er!
Bestu kveðjur
Björn Óli
Björn Óli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:48
Gaman að heyra eitthvað vitrænt um íslenska hagkerfið eins og það er orðið eftir að IMF hefur kallast inn til að bjarga - eða... bjarga hverju? Er ekki slóðin eftir IMF í heiminum eins og sviðin jörð?
Gaman þegar mestu hag- og viðskiptafræðingarnir eru guðfræðingar nútímans. :) Takk fyrir góð orð Svenni!
Baldur Gautur Baldursson, 4.2.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.