Leita í fréttum mbl.is

Nu börjar det.

Einu sinni var Finni staddur á barnum á Hótel Borgarnesi og hafði sá verið á langferð um landið. Þegar þetta gerist var ekkert búið að malbika neitt hér á landi á en það hafði ekki komið í veg fyrir það að hann fengi að hossast um landið þvert og endilangt í langferðabíl. Allt var svona frekar trist, ekki hafði stytt upp þennan hálfa mánuð sem hann hafði verið hér, rútan alltaf haugdrullug, rúllukragapeysan of þröng í hálsinn og tvíddbuxurnar stungu hann í lærin. Og nú er svo komið að okkar maður situr við barinn með glasið fyrir framan sig, fullt af vodka. Hann hefur ekkert drukkið á háa herrans tíð, en hér, á barnum á Hótel Borgarnesi er mælirinn fullur. Og innan stundar Finninn líka, það er nóg komið af dumbungi og drullu og kláða.  Hann starir á glasið drykklanga stund eða tvær, þar til hann baular: Nu börjar det.

Það tók hann tvö ár að drekka sig í hel.

Þessi nytsamalega smásaga (chreia) tengist þessu opnunarbloggi mínu ekki á nokkurn hátt f. utan að incipit "suum cuique."  Vona að ég bulli mig ekki í hel.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband