19.12.2006 | 21:01
Nu börjar det.
Einu sinni var Finni staddur á barnum á Hótel Borgarnesi og hafði sá verið á langferð um landið. Þegar þetta gerist var ekkert búið að malbika neitt hér á landi á en það hafði ekki komið í veg fyrir það að hann fengi að hossast um landið þvert og endilangt í langferðabíl. Allt var svona frekar trist, ekki hafði stytt upp þennan hálfa mánuð sem hann hafði verið hér, rútan alltaf haugdrullug, rúllukragapeysan of þröng í hálsinn og tvíddbuxurnar stungu hann í lærin. Og nú er svo komið að okkar maður situr við barinn með glasið fyrir framan sig, fullt af vodka. Hann hefur ekkert drukkið á háa herrans tíð, en hér, á barnum á Hótel Borgarnesi er mælirinn fullur. Og innan stundar Finninn líka, það er nóg komið af dumbungi og drullu og kláða. Hann starir á glasið drykklanga stund eða tvær, þar til hann baular: Nu börjar det.
Það tók hann tvö ár að drekka sig í hel.
Þessi nytsamalega smásaga (chreia) tengist þessu opnunarbloggi mínu ekki á nokkurn hátt f. utan að incipit "suum cuique." Vona að ég bulli mig ekki í hel.
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.