Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Tölvuleikir

Miðað við það sem maður hefur séð í skólum og á heimilum þessa lands þá óttast ég að eftir 20 ár verði tvær þjóðir í þessu landi; þeir sem spila tölvuleiki (passívir neytendur) og þeir sem ekki spila tölvuleiki (gerendur). Svei mér þá ef þetta getur ekki orðið verra en brennivínsfíkn.   

Frjálslyndir

Maður er yfirleitt svolítið seinn með allt. Heyrði þessa stælingu á Bólu-Hjálmari á dögunum og sel með mjög hóflegri álagningu:

Kjörþokka sinn kusu burt með klúðri miklu

Guðjón A við gumum stríðum

Gæfuleysið féll að síðum. 

 

Enda sýndi það sig að skoðanakannanir næst á eftir hossuðuð varla Frjálslynda flokknum. En annars er mér slétt sama í hvaða víkum stjórnmálaflokkarnir róa, hitt er annað að sjaldan hefur tekist óhönduglegar með flokksstjórn og einmitt á þessari samkundu Frjálslyndra.    


Og þessi:

Age. Fac ut gaudeam! (Harrius immundus)

Frasi dagsins

Modo fac! (Nike.)

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband