Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

frétt

Langaði bara að deila því með ykkur að svifryksmengun er nú með allra minnsta móti hér á Tálknafirði. Og líkast til hverfur hún alveg þegar Tryggvi fer af nöglunum og Hermann vörubílstjóri í Hjallatúni fer til Kanarí.

Heim til Rómar?

Elskulegur collega sr. Baldur Thorlaci Portus stakk víst uppá því um daginn að við lútherskir gerðum best í því að hafa okkur heim aftur til móðurkirkjunnar rómversk-kaþólsku. Ég veit það, ekki ég er nú ósköp ánægður með að vera fluttur að heiman og langar ekkert sérstaklega heim til mömmu aftur. En þegar sr. Baldur opnaði þessa umræðu þá rifjaðist þá upp fyrir mér Tractatus eftir Melanchthon um vald og forystuhlutverk páfa, (De potestate et primatu papae) sem ég þýddi hérna um árið. Þar eru páfa og páfadæminu lítt vandaðar kveðjurnar; mest ber á því að Melanchthon ræðst að kontróláráttu þeirra tíðar rómverskra og heldur því kröftuglega fram að ekki þurfi að bera alla skapaða (og óskapaða?) hluti undir páfa. Þessi ritgerð er skrifuð af töluverðum hita, sem sést m.a. í því að  Mel.  gengur svo langt að telja páfann ganga erinda Satans, þegar hann leggur stein í götu hjálpræðis hins kristna manns, að mati Melanchthons. 

En ég velti því líka fyrir mér hvort íslenskt óstýrlæti og yfirmannaóþol muni eiga svo góða vist innan hinnar alltumlykjandi og mjög svo myndugu rómversku kirkju. Þá látum við því alveg ósvarað hvernig eigi að taka á hjónaskilnuðum, málefnum samkynhneigðra, kvenprestum, getnaðarvörnum, etc. 

Allavega, vonandi kemur þýðingin fyrir almenningssjónir innan tíðar, en eitt er víst: Melanchthon hefði seint geta talist maður hins pólitíska rétttrúnaðar á mælistiku þessarar hinnar yfirstandandi aldar. Hann  virðist ekki hafa verið mikið fyrir að halda aftur af sér og þó ekki væri nema þess vegna, þá á tractatusinn erindi nú.

Aldrei hefði hvarflað að mér að þessi ritlingur Melanchthon gæti orðið relevant í ökúmeník. Og þó, kannski er hann þrátt fyrir allt ekkert meira en kúríósa.


Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband