Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Framhaldsskóli á sunnanverðum Vestfjörðum.

Gott er að geta byrjað nýja bloggtíð á jafn gleðilegu efni og fréttum af nýjum framhaldsskóla á sunnanverðum Vestfjörðum.

En í gær var framhaldsskóladeild hleypt af stokkunum á Patreksfirði og verður hún rekin í samstarfi við framhaldsskólann í Grundarfirði. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og ekki er nokkur vafi á því að skólinn verður mikilvægur þessum byggðum sem eiga nú í vök að verjast. Það fer samt  ekkert hjá því að efasemdarraddir heyrist um skólann; ég held samt að ég geti súmmerað þær raddir í eitt kvein; "þetta er ekki eins skóli og ég gekk í." 

Sem betur fer liggur mér við að segja því skólastarf hefur breyst allnokkuð síðan bara fyrir 10-15 árum. BSTK (borð stóll tafla krít) er nefnilega farið að gefa eftir og möguleikar upplýsingatækninnar vaxa með hverjum deginum. Það var mér nánast opinberun að heimsækja skólann í Grundarfirði sl. haust og sjá hvernig þar var rekinn nútímalegur og öflugur skóli sem leitaði víða fanga til menntunar.

Vissulega verður enginn óskaplegur fjöldi í nýju deildinni miðað við hvað gerist á stór-Kársnessvæðinu; hér verða um 20 nemendur; en þetta er mikill fjöldi miðað við íbúafjöldann hér. Framhaldsdeildin mun vafalítið gefa fleiri kost á að stunda framhaldsnám auk þess sem miklar vonir eru bundnar við að eitthvað slái á hið 50% brottfall nemenda í framhaldsskóla. Og tilfellið er að allnokkrir nýrra nemenda hafa einmitt reynt fyrir sér áður en orðið frá að hverfa. Það er nefnilega meira en að segja það að yfirgefa foreldrahús, leigja kannski í bílskúr eða kjallara og eiga að reka sjálfan sig auk þess að takast á við nýjan skóla. 

Alligevel. Nú er nýr kafli að hefjast í menntunarsögu Suðurfjarða og ég held að ekki væri vitlaust að leggja mikla áherslu á efnafræði, efnaverkfræði og skyldar greinar svo heimamenn verði klárir þegar olíuhreinsistöðin verður komin í Arnarfjörð. 

Gaudeamus igitur, oleum habebimus.

    

 

 


Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband