Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
9.8.2007 | 22:39
Framhaldsskóli á sunnanverðum Vestfjörðum.
Gott er að geta byrjað nýja bloggtíð á jafn gleðilegu efni og fréttum af nýjum framhaldsskóla á sunnanverðum Vestfjörðum.
En í gær var framhaldsskóladeild hleypt af stokkunum á Patreksfirði og verður hún rekin í samstarfi við framhaldsskólann í Grundarfirði. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni og ekki er nokkur vafi á því að skólinn verður mikilvægur þessum byggðum sem eiga nú í vök að verjast. Það fer samt ekkert hjá því að efasemdarraddir heyrist um skólann; ég held samt að ég geti súmmerað þær raddir í eitt kvein; "þetta er ekki eins skóli og ég gekk í."
Sem betur fer liggur mér við að segja því skólastarf hefur breyst allnokkuð síðan bara fyrir 10-15 árum. BSTK (borð stóll tafla krít) er nefnilega farið að gefa eftir og möguleikar upplýsingatækninnar vaxa með hverjum deginum. Það var mér nánast opinberun að heimsækja skólann í Grundarfirði sl. haust og sjá hvernig þar var rekinn nútímalegur og öflugur skóli sem leitaði víða fanga til menntunar.
Vissulega verður enginn óskaplegur fjöldi í nýju deildinni miðað við hvað gerist á stór-Kársnessvæðinu; hér verða um 20 nemendur; en þetta er mikill fjöldi miðað við íbúafjöldann hér. Framhaldsdeildin mun vafalítið gefa fleiri kost á að stunda framhaldsnám auk þess sem miklar vonir eru bundnar við að eitthvað slái á hið 50% brottfall nemenda í framhaldsskóla. Og tilfellið er að allnokkrir nýrra nemenda hafa einmitt reynt fyrir sér áður en orðið frá að hverfa. Það er nefnilega meira en að segja það að yfirgefa foreldrahús, leigja kannski í bílskúr eða kjallara og eiga að reka sjálfan sig auk þess að takast á við nýjan skóla.
Alligevel. Nú er nýr kafli að hefjast í menntunarsögu Suðurfjarða og ég held að ekki væri vitlaust að leggja mikla áherslu á efnafræði, efnaverkfræði og skyldar greinar svo heimamenn verði klárir þegar olíuhreinsistöðin verður komin í Arnarfjörð.
Gaudeamus igitur, oleum habebimus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography