Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Vísitölur.

Ég man ennþá hvað Elín Hirst var glöð þegar hún, fyrir allmörgum árum, tilkynnti í 10 fréttum að hlutabréfavísitalan hefði farið yfir 1500 stig og var það nýtt met á sinni tíð. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið og margar krónur skipt um hendur; mér skilst að vísitalan hafi farið yfir 8000 stig nýverið, sem væntanlega er betra en að hún sé í 1500 stigum. Þetta get ég ályktað út frá talnagildunum án þess að hafa hugmynd um verðbréfaviðskipti vegna þess að nútíminn vill tjá sig í tölum og hann leitast við að kenna mér það. Að því leyti er talna"speki"  gnóstisimans að ganga aftur í nútímanum. Það virðist eitthvað svo hentugt að sjóða staðreyndirnar niður í tölur, bæði vegna þess að talnaframsetningin sparar manni oftst nær tíma sem og að allt sýnist ábyggilegra og vísindalegra ef framstetningi er í tölum. Ég gæti ímyndað mér að enskan sé ekki endilega harðast keppinautur íslenskunnar heldur talnatalið.  Jafn fáránlega og það nú hljómar. Kannski á þetta svo eftir að heyrast í 10 fréttum síðarmeir:

"Nokkrar sviptingar urðu á Alþingi í dag; greindarvísitalan hækkaði lítillega og endaði í 6510 stigum; munaði þar mestu um gáfulega ræðu Karls V. Matthíassonar í annarri umræðu um Lög um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum."     

Samt er það svo að erfitt er að mæla það sem skiptir mestu máli. Kannski er einmitt þess vegna að þeir virðast alltaf mæta afgangi. Ætli sé samhengi þar á milli? 

Hver er hamingjustuðull yðar?

Stendur gæfuvísitala þín í 1500 stigum? eða 8000?   

Fer vísitalan fallandi á samkiptamarkaðinum? Eða er væmnisvísitalan að nálgast nýjar hæðir?


    


Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband