Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Horatius, sígildur.

Hér er brot úr 1. sermo Hórasar (Qvi fit, Maecenas...). Mér finnst það eiga við, svona þar sem lítið sést fjármálamógúlanna fyrrverandi. 

 populus me sibilat, at mihi plaudo
ipse domi, simul ac nummos contemplor in arca.

 

"lýðurinn afhrópar mig, en sjálfur klappa ég mér lof um leið og ég gaumgæfi skildingana í kistunni."

Passar þetta við einhvern?


Gáta

Þessi er kannski úreltur með og pönni sem enginn skilur en ég læt hann samt vaða.

 Jón bóndi er natinn við skepnur. Hann er leiguliði og býr á einni af þeim jörðum sem eru beneficium prestins og þarf þar af leiðandi að fóðra prestslömbin. Sem hann gerir samvizkusamlega. En nú er það svo að þegar hann kemur með töðuna þá verða kindurnar hans svo glaðar og þiggja með þakklæti allt sem hann gefur á garðann. Sama er ekki hægt að segja um rollurnar prestsins. Þær eiginlega forsmá töðuna og eru með hundshaus (sic). Og ekki batnar ástandið þegar hann brynnir fénu. Kindurnar hans Jóns drekka reyndar glaðar og ánægðar og þakklátar á meðan það fer ekkert á milli mála að þetta vatn er prestslömbunum engan veginn samboðið.

Og þá er það spurningin með Jón og kindurnar hans. Hvernig er komið fyrir Jóni?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann á jákvætt eigið fé. Það er annað en við hin.


Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband