Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þú átt tvær kýr...

Ég sá í haust útlistun á hagfræðiútskýringum sem hefst á orðunum "þú átt tvær kýr." Þar fékk viðskiptamódel útrásarvíkinganna útskýringu sem var einhvern veginn á þessa leið:

 ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR  - Íslendingar
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar til baka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar og viðskiptavild uppá aðrar þrjár.  Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá 11 kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. 

Þannig var gamla Ísland. Ef ætti að nota þessa kýrhagfræðiútskýringar á Nýja Ísland gæti það verið einhvern veginn á þessa leið:

Þú átt kálf. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sker hann á háls fyrir augunum á þér.  


Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband