Leita í fréttum mbl.is

Attila og aðrir barbarar

Veldi Atla Húnakonungs tikkaði á því að láta herinn aldrei vera iðjulausan; ef Atli myndi hætta útþenslustefnunni var voðinn vís, m.a. vegna þess að þá myndi aggresjónin í hernum líklegast beinast inná við, að hans eigin ríki. Maskínan þurfti alltaf að vera í gangi; Alveg eins og hjá banksterum og bisnessmönnum sem unnu aldrei með það sem þeir höfðu heldur urðu að þenjast sífellt út.

"Attila was the greatest barbarian Conqueror in European history, but he was riding a tiger of unparalleled ferocity. Should his grip falter, he would be mauled to death." (P. Heather: The Fall of the Roman Empire).

Skrýtið að lesa um löngu dauða útlenda barbara en hugsa um núlifandi íslenska barbara.

Skýrslan og Bólu-Hjálmar

Orð Bólu-Hjálmars eiga ágætlega við þá sem teknir eru fyrir í Skýrslunni:

"Eru þar flestir aumingjar

en illgjarnir þeir sem betur mega."

 

Þetta voru allt annað hvort gersamlega óhæfir menn eða skúrkar.


Greiningardeild

Heyrði orð í fréttum áðan, sem ég hefi ekki heyrt lengi: Greingardeild. Mér varð við eins og ég hefði verið spurður: Manstu eftir Miranda? eða Spur.  wotta relic!


mogginn

Það er nú alltaf jafn gaman að blogga á mogga. Bara brjálað að gera í því sko.

Breiðablik


Ég átti heima í Kópavoginum í gamla daga og æfði doldið með Breiðablik. Ekkert af því var þó til að hrópa húrra fyrir enda lágu íþróttir ekkert sérlega vel fyrir mér þrátt fyrir góðan vilja. Einhverjar taugar hefur maður samt þó til liðsins, án þess ég viti af hverju og  maður gleðst dulítið þegar þeim gengur vel.

En svo áttar maður sig á því að það að halda með Breiðabliki er eins og að binda trúss sitt við alkohólista. Einmitt þegar maður heldur að nú fari þetta að ganga vel, þá fer allt í klessu. Eins og þegar menn tapa leik við FH, sem var sama sem unninn. 


Makkabeabók.

Evrópusambandið; það eru Selevkídar! Hver verður okkar Mattatias?

Bónusar

Hefur aldrei verið inní myndinni að borga þeim mínusa, þessum stjórnendum sem tapa ziilljón gaskriljónum?

Þú átt tvær kýr...

Ég sá í haust útlistun á hagfræðiútskýringum sem hefst á orðunum "þú átt tvær kýr." Þar fékk viðskiptamódel útrásarvíkinganna útskýringu sem var einhvern veginn á þessa leið:

 ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR  - Íslendingar
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar til baka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar og viðskiptavild uppá aðrar þrjár.  Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá 11 kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. 

Þannig var gamla Ísland. Ef ætti að nota þessa kýrhagfræðiútskýringar á Nýja Ísland gæti það verið einhvern veginn á þessa leið:

Þú átt kálf. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sker hann á háls fyrir augunum á þér.  


Horatius, sígildur.

Hér er brot úr 1. sermo Hórasar (Qvi fit, Maecenas...). Mér finnst það eiga við, svona þar sem lítið sést fjármálamógúlanna fyrrverandi. 

 populus me sibilat, at mihi plaudo
ipse domi, simul ac nummos contemplor in arca.

 

"lýðurinn afhrópar mig, en sjálfur klappa ég mér lof um leið og ég gaumgæfi skildingana í kistunni."

Passar þetta við einhvern?


Gáta

Þessi er kannski úreltur með og pönni sem enginn skilur en ég læt hann samt vaða.

 Jón bóndi er natinn við skepnur. Hann er leiguliði og býr á einni af þeim jörðum sem eru beneficium prestins og þarf þar af leiðandi að fóðra prestslömbin. Sem hann gerir samvizkusamlega. En nú er það svo að þegar hann kemur með töðuna þá verða kindurnar hans svo glaðar og þiggja með þakklæti allt sem hann gefur á garðann. Sama er ekki hægt að segja um rollurnar prestsins. Þær eiginlega forsmá töðuna og eru með hundshaus (sic). Og ekki batnar ástandið þegar hann brynnir fénu. Kindurnar hans Jóns drekka reyndar glaðar og ánægðar og þakklátar á meðan það fer ekkert á milli mála að þetta vatn er prestslömbunum engan veginn samboðið.

Og þá er það spurningin með Jón og kindurnar hans. Hvernig er komið fyrir Jóni?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann á jákvætt eigið fé. Það er annað en við hin.


Næsta síða »

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband