Leita í fréttum mbl.is

Loforðasetur.

Ég var á fundi á Patreksfirði í gær þar sem nefnd á vegum Forsætisráðuneytisins kynnti skýrslu sína um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Þetta var góður fundur og ég bind miklar vonir við þær hugmyndir sem þarna koma fram. Þetta eru raunhæfar hugmyndir og vel gerlegar. Ég kom því bjartsýnn og glaður út af fundinum og er á því að tími innantómra loforða til Vestfirðinga sé liðinn. Af því tilefni væri ekki úr vegi að stofna setur. Við höfum séð hvernig nánst hvert einasta byggðarlag "hér á landi á" hefur dregið fram sérstöðu sína, eða verið fyrst að grípa ákveðna hugmynd sem fleiri gætu svo sem átt hlutdeild í, og stofnað um það setur. Vesturfarasetur, Landnámssetur, Sauðfjársetur, Hafíssetur. Vestfirðingar gætu örugglega stofnað Loforðasetur, þar sem allt innantómum loforðum pólitíkusa verður safnað saman. Ég reikna ekki með að þessi skýrsla endi þar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Snjöll hugmynd! Verður henni deildaskipt í óefnd loforð, kosningaloforð og eitthvað annað?

Kveðjur að norðan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.5.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband