23.5.2007 | 00:38
Ríkisstjórnin og kaupin á eyrinni.
Ég er ljómandi ánægður með nýju ríkistjórnina. Hefði að vísu gjarnan viljað sjá Sturlu áfram í samgöngustuði en svona gerast víst kaupin á eyrinni eins og margoft kom fram í viðtölunum í kvöld. Sem vekur auðvitað upp þá spurningu hvort ekki ætti bara að gera kaupin annars staðar. Undir galtanum eða í réttunum. En hins vegar verð ég að lýsa furðu mini á því hvernig staðið var að kynningarmálum ráðherradómanna nýju. Datt engum í hug að kannski væri nú vit að hafa einhvers konar form á því. Blaðamannafund kannski eða eitthvað slíkt. Þetta var meira í ætt við eltingaleik eða jafnvel feluleik, alla vega hjá sjálfstæðismönnum. Ekki hvarflar það að mönnum að þeir geti beðið Kristján Má af sér með því að hanga inná skrifstofu von úr viti? Kannski var þetta annars meira eins og boðhlaup. Fréttamaður réttir ráðherrra spurninguna og hann hleypur með hana einn hring um salinn og kemur svo með svarið. Mér fannst þetta allt saman frekar hallærislegt og alger óþarfi. Að vísu má segja að hlutur kvenna hefði mátt vera meiri sjálfstæðismegin, en allt að einu er þessi ríkisstjórn vel skipuð. Og ef allt er í lagi með þessa ríkisstjórn þá eiga menn að vera upplitsdjarfir og miðla því. Ekki láta eins og þeir vildu helst vera annars staðar. Ég vona bara að þetta sé fararheillafall. Sjálfur óska ég þessari ríkisstjórn allrar blessunar og segi, upplitsdjarfur, að ég bind miklar vonir við hana. Curate ut valeatis.
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.