19.12.2006 | 21:25
Svínin og andskotinn
Ég hafđi svolítiđ gaman af ţví ađ sjá hvernig Össur lagđi útaf sögunni um ţađ ţegar andskotinn hljóp í svínin. Sjálfsagt geta sumir fundiđ eitt og annađ ađ analogíunni, eins og hvađan illu andarnir hafi komiđ í svínin og hver hafi sent ţá í tötrin, sem lítiđ höfđu unniđ til saka annađ en ađ vera svín og ađ vera í nćrheden. Ţađ skiptir samt litlu máli. En eftir ţessa útleggingu Össurar hefđi vel mátt raula limruna hans síra Gríms Bessasonar - sem sennilega er fyrsta limra ort á íslensku.
Undarlegur var andskotinn
er hann fór í svínstötrin.
Öllum saman stakk hann
ofan fyrir bakkann,
helvítis hundurinn
Tónlistarspilari
Bćkur
Bćkur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborđinu en lofar góđu. Hvers vegna meikuđu sum tungumál ţađ jafnvel ţrátt f. slappa pólitíska stöđu mćlendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfđu alla burđi til stórrćđa (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvađ voru Elamítar ađ pćla? Klúđruđu Hettítar tćkifćrinu til ađ eignast lingua franca 2. árţúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til ađ lesa ţessa. Stjörnugjöf bíđur, eđlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviđiđ er gert all-vel lifandi og atburđarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar ţó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og ţegar allt kemur til alls er niđurstađan á frekar hćpnum forsendum. En bókin er samt ţrćl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurđgođ međ skarđ í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt međ furđu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.