Leita í fréttum mbl.is

Kærar þakkir, hlaðmenn góðir.

Alveg hreint varð ég hissa þegar ég kom inn í Mettubúð í morgun. Alls kyns ávextir, grænmeti og kryddjurtir, sem ég kann engan veginn að nefna, troðfylltu kælinn. Og ég sem hélt að svona fínerí fengist bara í Reykjavík.  Slíku vöruúrvali á maður ekki að venjast enda var hér afbrigði á ferðinni. Þessi sending var alls ekki ætluð tómhúsmönnum og slorgreifum á Tálknafirði, heldur skagfirzkum stórhöfðingjum og hrossabarónum á Sauðárkróki og byggðunum þar í kring. Þetta var vissulega gaman en hamingjan sanna ef maður þarf að standa í þessu dag eftir dag; að þurfa að velja milli svona margra tegunda. Ég yrði ærr af svona erfiðum ákvörðunum. Annað var eftirtekatvert við sendinguna sem okkur var alls ekki ætluð; nefnilega að þær tegundir ávaxta sem við erum þó vön að fá litu margfalt betur út en við eigum að venjast. Ég hélt í barnaskap mínum að allt sem út á land fer sé jafn slappt og myglað en það var ekki að sjá á þessari sendingu. Óþolandi þegar ákveðnir fastar í tilverunni verða að breytum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband