23.12.2006 | 17:55
Kærar þakkir, hlaðmenn góðir.
Alveg hreint varð ég hissa þegar ég kom inn í Mettubúð í morgun. Alls kyns ávextir, grænmeti og kryddjurtir, sem ég kann engan veginn að nefna, troðfylltu kælinn. Og ég sem hélt að svona fínerí fengist bara í Reykjavík. Slíku vöruúrvali á maður ekki að venjast enda var hér afbrigði á ferðinni. Þessi sending var alls ekki ætluð tómhúsmönnum og slorgreifum á Tálknafirði, heldur skagfirzkum stórhöfðingjum og hrossabarónum á Sauðárkróki og byggðunum þar í kring. Þetta var vissulega gaman en hamingjan sanna ef maður þarf að standa í þessu dag eftir dag; að þurfa að velja milli svona margra tegunda. Ég yrði ærr af svona erfiðum ákvörðunum. Annað var eftirtekatvert við sendinguna sem okkur var alls ekki ætluð; nefnilega að þær tegundir ávaxta sem við erum þó vön að fá litu margfalt betur út en við eigum að venjast. Ég hélt í barnaskap mínum að allt sem út á land fer sé jafn slappt og myglað en það var ekki að sjá á þessari sendingu. Óþolandi þegar ákveðnir fastar í tilverunni verða að breytum.
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.