Leita í fréttum mbl.is

Áramót eller hur?

Gera upp  árið? Æ ég veit það ekki.  Jú, að vísu kominn heim frá Toronto eftir ljómandi gott ár þar, kynntist afbragðs fólki og stúderaði patristic. Allt ágætt. Svo fengum við sérdeilis góða vini í heimsókn þangað út, fór til New York að hitta minn aldalanga vin Bjarna, drakk með honum paafenge hjá Faíd frá Aserbajdsan og hafði það heilt yfir jette bra.  En ég veit ekki hvaða fréttir væru merkilegastar frá liðnu ári nema ef vera skyldi það sem hann Jakob minn blessaður Rolland mér í gær við matarborðið. Jú, nefnilega það að Napoleon hafi hreinsaði út úr skjalasafni Páfagarðs á sínum tíma og flutti það með sér til Parísar. Og þegar Napoleon rýrnaði fiskur um hrygg en páfadómi óx hann að sama skapi þá var þetta sama skjalasafn flutt til Vatíkansins. En nóta bene, þeim þraut örendið þegar þeir höfðu náð fimmtungi þess til baka. Sem sé að 80% af skjalasafni Vatikansins er í París og "rýrnar af rotnum hvert ár, rottum og músum að leik." Mér skilst að þarna séu órannsökuð skjöl í bunkavís sem gefur vísbendingar um að saga Íslands fá 1537- 1550 , a.m.k. sé nánast óskráð!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sveinn valgeirsson
sveinn valgeirsson
Sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband