Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
30.12.2006 | 23:40
Áramót eller hur?
Gera upp árið? Æ ég veit það ekki. Jú, að vísu kominn heim frá Toronto eftir ljómandi gott ár þar, kynntist afbragðs fólki og stúderaði patristic. Allt ágætt. Svo fengum við sérdeilis góða vini í heimsókn þangað út, fór til New York að hitta minn aldalanga vin Bjarna, drakk með honum paafenge hjá Faíd frá Aserbajdsan og hafði það heilt yfir jette bra. En ég veit ekki hvaða fréttir væru merkilegastar frá liðnu ári nema ef vera skyldi það sem hann Jakob minn blessaður Rolland mér í gær við matarborðið. Jú, nefnilega það að Napoleon hafi hreinsaði út úr skjalasafni Páfagarðs á sínum tíma og flutti það með sér til Parísar. Og þegar Napoleon rýrnaði fiskur um hrygg en páfadómi óx hann að sama skapi þá var þetta sama skjalasafn flutt til Vatíkansins. En nóta bene, þeim þraut örendið þegar þeir höfðu náð fimmtungi þess til baka. Sem sé að 80% af skjalasafni Vatikansins er í París og "rýrnar af rotnum hvert ár, rottum og músum að leik." Mér skilst að þarna séu órannsökuð skjöl í bunkavís sem gefur vísbendingar um að saga Íslands fá 1537- 1550 , a.m.k. sé nánast óskráð!!
Bloggar | Breytt 12.1.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 18:12
Skatan var góð
Þá er skatan étin þetta árið. Fór til Ársæls "Sæla" Egilssonar, skipstjóra og baróns í Hamraborg (ekki rugla honum saman við Ársæl "Sæla" Egilsson dusilmenni í skáldsögunni "Skipið"; sá skúraði brúna í dallinum en það hefur arnfirzka karlmennið Sæli aldrei gert) og hans stórmyndarlegu konu Hönnu Guðmundstóttur, hertogaynju af Tungu. Skatan var ljómandi góð, Sæli verkaði hana sjálfur og hefur verið að nostra við þetta síðan á Mikjálsmessu. Sæli er vaxinn uppúr þeim barnalegu stælum að vilja hafa hana of kæsta; fátt fannst mér apalegra en þegar karlarnir á Naustinu grettu sig framan í fréttamennina frá sjónvarpinu í gamla daga þegar þeir voru spurðir hvernig skatan væri, og svöruðu: "mætti vera kæstari." Það er enginn vandi að gera hana svo kæsta að enginn vilji éta hana; Sæli kann þá kúnst að hafa hana hæfilega og búa til svo marga styrkleikaflokka kæsingarinnar að hver geti fundið skötu við sitt hæfi. Sæli! Skate on!!!
Svo eru það rjúpurnar á morgun.
Bloggar | Breytt 24.12.2006 kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 17:55
Kærar þakkir, hlaðmenn góðir.
Alveg hreint varð ég hissa þegar ég kom inn í Mettubúð í morgun. Alls kyns ávextir, grænmeti og kryddjurtir, sem ég kann engan veginn að nefna, troðfylltu kælinn. Og ég sem hélt að svona fínerí fengist bara í Reykjavík. Slíku vöruúrvali á maður ekki að venjast enda var hér afbrigði á ferðinni. Þessi sending var alls ekki ætluð tómhúsmönnum og slorgreifum á Tálknafirði, heldur skagfirzkum stórhöfðingjum og hrossabarónum á Sauðárkróki og byggðunum þar í kring. Þetta var vissulega gaman en hamingjan sanna ef maður þarf að standa í þessu dag eftir dag; að þurfa að velja milli svona margra tegunda. Ég yrði ærr af svona erfiðum ákvörðunum. Annað var eftirtekatvert við sendinguna sem okkur var alls ekki ætluð; nefnilega að þær tegundir ávaxta sem við erum þó vön að fá litu margfalt betur út en við eigum að venjast. Ég hélt í barnaskap mínum að allt sem út á land fer sé jafn slappt og myglað en það var ekki að sjá á þessari sendingu. Óþolandi þegar ákveðnir fastar í tilverunni verða að breytum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 21:25
Svínin og andskotinn
Ég hafði svolítið gaman af því að sjá hvernig Össur lagði útaf sögunni um það þegar andskotinn hljóp í svínin. Sjálfsagt geta sumir fundið eitt og annað að analogíunni, eins og hvaðan illu andarnir hafi komið í svínin og hver hafi sent þá í tötrin, sem lítið höfðu unnið til saka annað en að vera svín og að vera í nærheden. Það skiptir samt litlu máli. En eftir þessa útleggingu Össurar hefði vel mátt raula limruna hans síra Gríms Bessasonar - sem sennilega er fyrsta limra ort á íslensku.
Undarlegur var andskotinn
er hann fór í svínstötrin.
Öllum saman stakk hann
ofan fyrir bakkann,
helvítis hundurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 21:01
Nu börjar det.
Einu sinni var Finni staddur á barnum á Hótel Borgarnesi og hafði sá verið á langferð um landið. Þegar þetta gerist var ekkert búið að malbika neitt hér á landi á en það hafði ekki komið í veg fyrir það að hann fengi að hossast um landið þvert og endilangt í langferðabíl. Allt var svona frekar trist, ekki hafði stytt upp þennan hálfa mánuð sem hann hafði verið hér, rútan alltaf haugdrullug, rúllukragapeysan of þröng í hálsinn og tvíddbuxurnar stungu hann í lærin. Og nú er svo komið að okkar maður situr við barinn með glasið fyrir framan sig, fullt af vodka. Hann hefur ekkert drukkið á háa herrans tíð, en hér, á barnum á Hótel Borgarnesi er mælirinn fullur. Og innan stundar Finninn líka, það er nóg komið af dumbungi og drullu og kláða. Hann starir á glasið drykklanga stund eða tvær, þar til hann baular: Nu börjar det.
Það tók hann tvö ár að drekka sig í hel.
Þessi nytsamalega smásaga (chreia) tengist þessu opnunarbloggi mínu ekki á nokkurn hátt f. utan að incipit "suum cuique." Vona að ég bulli mig ekki í hel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 01:25
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Bækur
Bækur
-
: Empires of the Word. A Language History of the World (ISBN: 0-00-711871-6)
Er enn á náttborðinu en lofar góðu. Hvers vegna meikuðu sum tungumál það jafnvel þrátt f. slappa pólitíska stöðu mælendanna (t.d. m.a. arameiska) en önnur sem höfðu alla burði til stórræða (t.d. germönsku málin á 4-6. öld) skildu nánast engin spor eftir sig. Hvað voru Elamítar að pæla? Klúðruðu Hettítar tækifærinu til að eignast lingua franca 2. árþúsundins f. Kr? Kemur allt í ljós. Hlakka til að lesa þessa. Stjörnugjöf bíður, eðlilega. -
Skemmtileg lesning. sögusviðið er gert all-vel lifandi og atburðarás sett í gott samhengi. Höf. flaggar þó helst til miklu af sjálfum sér í textanum og þegar allt kemur til alls er niðurstaðan á frekar hæpnum forsendum. En bókin er samt þræl-skemmtileg.
: The Night Atilla Died. Solving the Murder of Attila the Hun -
Konungsbók er Skurðgoð með skarð í eyra
: Konungsbók -
Teiknar skegg og gleraugu á glansmyndina af Ágústínusi. Samt með furðu miklu respekti.
: Augustine. A New Biography